Skilmálar
Skilmálar
Almennt
Snyrtistofan Arona ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga ásamt því að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.
Pantanir
Snyrtistofan Arona tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.
Greiðslumöguleikar
Snyrtistofan Arona býður upp á að greiða með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu frá Borgun.
Afhending vöru
Vörur eru sendar með Íslandspósti næsta virka dag. Einnig er hægt að sækja pantanir á Snyrtistofuna Arona á opnunartíma. Opið mán, mið og fim frá kl. 10-18, þrið og fös frá 10-16. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts gilda um afhendingu vöru frá Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins. Snyrtistofan Arona ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi Póstsins. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Snyrtistofunni Arona og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Vefverslun okkar er beintengd við póststoð Íslandspósts og reiknast því sendingarkostnaður miðað við verðskrá þeirra. Enginn sendingarkostnaður er fyrir pantanir sem fara yfir 15.000 kr.
Arona sendir um allt land..
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í fullkomnu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja. Ekki er hægt að fá gjafakort endurgreidd, hægt er að breyta innihaldi gjafabréfs og borga mismun.
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Snyrtistofuna Arona með spurningar.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn og við greiðum allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.
Verð, skattar og gjöld
24% VSK er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með VSK. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Arona sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Trúnaður
Snyrtistofan Arona heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. Skilmálar þessir gilda frá 20. nóvember 2018.
Snyrtistofan Arona
Hólabraut 13
600 Akureyri
Opnunartími: 10-18 mán-mið-fim
10-16 þrið-fös
Tölvupóstfang: arona@arona.is
Sími: 4623990
Kt: 440406-0410
VSK númer: 90163